September 2009

Í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskólakennara segir svo um vinnuskyldu kennara:

2.1.6.2 Vinnuskylda kennara

Vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári. Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi grunnskólans kallar á. Til vinnuskyldu heyra öll fagleg störf kennara.

Framkvæmd verkstjórnartíma skólastjóra:

Niðurröðun tímans:

Skólastjóri og kennari skulu leitast við að koma sér saman um það hvernig 9,14 stundir á viku samkvæmt grein 2.1.6.2. í kjarasamningi skuli nýttar á starfstíma skólans.

Þess skal gætt að nægilegur tími sé til:

Samstarfs fagfólks innan skólans og utan,
foreldrasamstarfs,

skráningar upplýsinga,
umsjónar- og eftirlits með kennslurými,

nemendasamtala.

Feli skólastjóri kennara frekari fagleg verkefni skulu kennari og skólastjóri fara vandlega yfir þann tíma sem áætlaður er til hvers verkefnis og hvort þau rúmist innan verkstjórnartímans. Leitast skal við að ná samkomulagi um þá afmörkun verkefna að ekki sé farið út fyrir tímarammann.

Sé það niðurstaðan að þau verkefni sem kennara hafa verið falin rúmist ekki innan viðmiðunartíma skal greidd yfirvinna fyrir þann tíma sem umfram er. Um meðferð ágreinings vísast til ákvæða laga og kjarasamnings.

Skólastjóra er heimilt að töflusetja allt að 4,14 stundir á viku vegna kennarafunda, samstarfsfunda og viðtalstíma. Í stað töflusettra kennarafunda geta komið önnur fagleg verkefni. Það sama á við um samstarfsfundi enda sé viðkomandi verkefni tengt viðfangsefni samstarfshópsins.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að við gerð tímaáætlunar sé eðlilegt að taka tillit til þess að álag er mismunandi eftir árstíma.

Umsjón með gerð innkaupalista er hluti af vinnuskyldu kennara. Innkaup og viðhald búnaðar er ekki hluti af faglegum störfum kennara. Heimilt er að semja við einstaka kennara um að sinna þessum störfum innan dagvinnutíma eða í yfirvinnu.

Eftirfylgni:

Mikilvægt er að skólastjórnendur fylgist vel með því allt skólaárið hvernig kennarar sinna verkefnum sem þeim hafa verið falin og hvernig tímamörk standast. Komi í ljós að verkefnin rúmast ekki innan tímamarka skulu verkefni eða tími til einstakra verkefna tekin til endurskoðunar og nái endar ekki saman í því efni skal greidd yfirvinna vegna umframtímans.

Samninginn allan má lesa á vef KÍ

 

------------------------------------
Prenta­ af: